Í áfanganum er aðaláhersla á varbúnað, vírsverleika og rafmagnstöflur. Einnig er farið yfir uppbyggingu á minni húsveitum íbúðarhúsnæðis. Farið er yfir lagnaleiðir og staðsetningu á búnaði. Innfelldar og áfelldar raflagnir. Einnig er farið yfir reglugerðarákvæði varnarráðstafana sem varða snerti- og brunahættu. Lögð er áhersla á skilning nemenda á varbúnaði, bruna- og snertihættu. Nemendur fá þjálfun í notkun mælitækja. Lögð er áhersla á fagmannleg vinnubrögð í hvívetna.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • geti lagt raflagnir og tengt greinitöflu
  • þekki einföld raflagnatákn
  • geri sér grein fyrir tilgangi varnarráðstafana sem beitt er i húsveitum

Efnisatriði

Öryggisatriði raflagna, reglugerðir varðandi rafbúnað, áfelldar og innfelldar lagnir, varnarbúnaður, einfaldir rofar, stuðstraumsrofar, stigabiðrofar, samrofar, krossrofar, tenglar, ýmsar stýringar fyrir ljósabúnað, bræðivör, sjálfvör, lekastraumsrofar, greinatafla, mælingar.

Námsmat

Verkefnavinna og próf. Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5.