Í áfanganum er lögð áhersla á persónulega og skapandi hönnun við gerð á prjónuðum/hekluðum hlutum. Nemendur teikna skissur og gera tilraunir með ýmis efni og lita eigið garn. Nemendur fá inn­sýn í notkun prjónavéla. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur skapi sinn eigin stíl og noti hann við gerð á lokaverkefni ásamt vinnuskýrslu með vinnuferlinum.