Í áfanganum er lögð áhersla á vatn, gufunarvarma, hringrás vatnsins, vatnsorku, raforku, rennsli, fall­hæð, orkunotkun, stöðuorku, hreyfiorku, eðlismassa, raforku, jarðvarma, atómkenninguna, frumefni, efnasambönd, efnablöndur, lotukerfið, atóm, sameindir, jónir, ástandsbreytingar, hitastig, efnahvörf, efnajöfnur, andrúmsloftið, loftþrýsting, bruna eldsneytis, loftmengun, efnaorku, brennsluvarma, massa, þyngd, hreyfingu, hraða, kraft, hröðun, vinnu, afl, hemlunarvegalengd, kjarnorku, kjarna­samruna, kjarnaklofnun, kjarnorkuver, atóm, öreindir, samsætur, rafsegulbylgjur, rafsegulróf, ljós­eindir, sólarorku, litróf, sólarrafhlöður. Nemendur læra um hringrás vatns í náttúrunni, þekki til orkunotkunar á heimilum, þekki þróun atómkenningarinnar og uppbyggingu atóma mismunandi frumefna, kunni skil á eiginleikum og samsetningu andrúmsloftsins og mengun frá brennslu, skilji mikilvægi þess að umgangast náttúruauðlindir á þann hátt að þær spillist ekki fyrir komandi kynslóðum, kunni skil á hreyfingu hluta eftir beinni línu, þekki til kjarnorkuvinnslu, kunni skil á raf­segulbylgjum, framkvæmi einfaldar tilraunir, þjálfist í að skrifa tilraunaskýrslur, geti sett kunnáttu sína, færni og viðhorf í röklegt samhengi.