Í áfanganum læra nemendur um þróun myndlistar frá því um 1930 og fram til 1975. Lögð er áhersla á íslenska myndlist jafnt sem erlenda. Nemendur kynnast myndlist kreppuáranna og áranna eftir seinni heimsstyrjöld. Þróun abstraktlistar er skoðuðu í Evrópu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Síðan eru skoðaðar þær breytingar sem verða á listinni upp úr 1960; popplistin, ofurraunsæið, ný dada, fluxus, minimalismi, konseptlist, jarðlist, gjörningar og vídeólist. Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara, umræðum og skriflegum greiningarverkefnum. Nemendur skrifa einnig ritgerð í tengslum við efni áfangans