Í áfanganum læra nemendur um sjónlistir frá öndverðu fram yfir miðja 17. öld. Í áfanganum er saga myndlistar rakin allt frá hellamálverkum steinaldar til barokkstílsins á 17.öld. Meðal efnisþátta er list grísku fornaldarinnar, list víkingaaldar, rómanskur og gotneskur stíll, endurreisnin, maníerisminn og barokkstíll. Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara, unnin eru skrifleg verkefni með myndgreiningu og nemendur flytja sömuleiðis stutta fyrirlestra sem þau vinna út frá ritgerðarverkefnum.