Áfanginn er kenndur samhliða MYL 4248. Nemandinn velur sér hönnunartengt lokaverk­efni í samráði við kennara. Lagt er upp með skriflega greinargerð á vali verkefnis, for­sendum og markmiðum og vinnuferlið skipulagt með tilliti til þess. Áhersla er áfram lögð á að fylgja eftir þróun hugmyndar að verki. Nemendur vinna í skissum, teikningum í mælikvörðum, ljósmyndum, rýmisteikningum og líkönum sem að endurspegla áherslur verkefnisins. Áhersla er lögð sem fyrr á listrænan metnað og akademískan hugsunarhátt sem undirbyggir lokaniðurstöður í hverjum verkþætti. Áfanginn er ákjósanlegur undanfari fyrir þá sem hafa hug á arkitektúr eða öðru hönnunarnámi.