Í síðari áföngum rýmishönnunar er dýpkaður fyrirliggjandi skilningur í hugmyndavinnu í þrívíðri hönnun og formrannsóknum. Verkefnin eru lengri og ýtarlegri en nemendur þjálfast í að fylgja verki frá fyrstu hugmynd til lokaniðurstöðu. Nemendur vinna í skissum, teikningum í mælikvörðum, ljósmyndum, rýmisteikningum og líkönum. Áhersla er lögð sem fyrr á listrænan metnað og akademískan hugsunarhátt sem undirbyggir lokaniðurstöður í hverjum verkþætti. Áfanginn er ákjósanlegur undanfari fyrir þá sem hafa hug á arkitektúr eða öðru hönnunarnámi.