Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að skissa hugmynd og yfirfæra í þrívíð efni. Markimiðið er að dýpka skynjun og skilning á þrívíðri formfræði. Lögð er áhersla á vinnuferlið, að nemendur þrói með sér hugmynd og vinni sjálfstætt, skipulega og rökvisst að útfærslu hennar. Frumleg og skapandi vinnubrögð eru þjálfuð með gagnrýna hugsun og vinnubrögð að leiðarljósi. Efni og meðferð efna á borð við leir og gifs sem og mótagerð eru kynnt fyrir nemendum. Þeir fá einnig innsýn inn í blandaða tækni s.s. notkun ljóss og hljóðs í rými. Ýmsar tilraunir með eiginleika efnis og forma eru gerðar og hvernig jafnvægi og spenna skapa verk frá hugmynd að útfærslu. Verk eru unnin úti í náttúrunni (landart) inni í rými (innsetning) og lokaverkefni er sýnt í opinberu galleríi. Nemendur taka myndir af verkum sínum jafnóðum og útbúa ferilmöppu.

Kennari kynnir hinar ýmsu hliðar á þrívíðum verkum, allt frá klassískum skúlptúrum að samtímalistaverkum.