Í áfanganum læra nemendur þau tækniatriði er lúta að notkun ljósmyndavéla, s.s. lokahraða, ljósop, val á ljósnæmi (ISO)/filmum, og um linsur. Fyrirlögð verkefni miða að því að nemendur öðlist reynslu við að ljósmynda við mismunandi aðstæður með mismunandi markmið í huga og geti síðan nýtt sér þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða. Nemendur skoða og skilgreina sín eigin verk og annarra og farið er á ljósmyndasýningar. Tvö verkefni eru lögð fyrir, annað tengt tækni en hitt byggir á hugmyndavinnu. Skriflegt lokapróf.