Í áfanganum vinna nemendur með myndrænt ferli og myndbyggingu á tvívíðum fleti. Nemendur nota ýmsar aðferðir, þ.á.m. grafískar aðferðir við gerð bókverka þar sem unnið er með myndbyggingu, lit og línu. Lögð er áhersla á sköpunarferlið og hugmyndavinnu þar sem nemendur leitast við að finna sína eigin rödd í myndsköpun. Áfanginn byggir á þeirri rannsóknarvinnu sem unnin var í SJL 2036 en nemendur þróa hugmyndirnar í átt að persónulegri útfærslu. Mikil áhersla er lögð á heimavinnu þar sem nemendur safna efniviði af ýmsu tagi m.a. með ljósmyndun. Nemendur eru leiddir inn í heim samtímalistar með umræðum um eigin verk og annarra.