Í áfanganum er farið í undirstöðuþætti hefbundinnar litafræði. Uppbygging litakerfa er útskýrð ásamt grundvallarhugtökum. Sérstakt tillit er tekið til litanotkunar innan snyrtifræðinnar. Nemendur öðlast skilning á áhrifamætti og notkun lita og ná tökum á skyggingu og blöndun lita og beiti þeirri kunnáttu í förðun og líkamsmálun. Dæmi um viðfangsefni: 12 tóna grátónaskali með blýanti og þekjulitum, skygging frumforma, litahringur með blöndun frumlitanna. Litir litahringsins eru lýstir og dekktir og greindir í heita og kalda liti, andstæðuliti, tvenndarliti, þrenndarliti og gerðar litaprufur með jarðlitum. Málaðar eru myndir í heitum og köldum litum og fengist við líkamsmálun, litablöndun og skyggingar. Nemendur litgreina hver annan og sjálfa sig m.t.t. húðlitar, háralitar og augnl