Í áfanganum læra nemendur líkamsgreiningu og verklag við djúphreinsunar- og tækja­meðferð fyrir líkamann. Áhersla er lögð á að samþætta greiningu, tækjanotkun og nudd sem meðferðarform fyrir líkamann. Nemendur þjálfast í að beita sænska nuddinu. Þeir læra helstu forsendur líkamsgreiningar og um mismunandi tegundir raf­rænnar meðferðar og efni þeim tengd. Nemendur læra helstu forsendur fyrir notkun hita­meðferðar.