Í áfanganum er farið í uppbyggingu mannslíkamans og starfsemi hans. Nemendur læra um samsetningu blóðs og vessa, þekki frumur blóðsins og hlutverk þeirra, þeir geta útskýrt starfsemi hjarta og uppbyggingu þess. Nemendur læra um hringrásarkerfi líkama og hlutverk þess, þekki hugtökin kerfishringrás og lungnahringrás, geti greint frá ferð blóðs um hjarta og æðar, alveg til hinna smæstu háræða, þekki mun á slagæðum og bláæðum. Þeir þekkja hlutverk vessakerfis og geta útskýrt uppbyggingu og starf ónæmiskerfis, líffæri ónæmiskerfis og frumur tengdar þeim. Nemendur þekkja líffæri öndunarvega og starfsemi þeirra. Nemendur kynnast líffærum meltingarvegar ásamt þeim kirtlum sem honum tilheyra, geri sér grein fyrir ferð fæðunnar um meltingarveg og þeim umbreytingum sem hún tekur á leið sinni. Þeir læra um líffæri þvagkerfis og hlutverk, þrjú stig þvagmyndunar og geti greint frá þeim. Þeir þekkja æxlunarferlið og líffæri tengd því, þekki og skilji hlutverk kynhormóna og erfðir.