Í áfanganum kynnast nemendur sjávarlíffræði, hafrannsóknum og helstu rann­sóknar­tækjum á viðkomandi sviði. Fjallað er um ólífræna þætti sjávar, hryggleysingja, fiska, framleiðnimælingar, rannsóknir og nýtingu á fiskistofnum. Nemendur læra um fiski­göngur, veiðar, veiðarfæri, sjávarspendýr og fiskeldi. Þeir kynnast lífinu í sjónum við Ísland, nýtingu, vexti og viðgangi lífvera sem hafa áhrif á afkomu Íslendinga.