Í áfanganum velur hver nemandi milli þess að vinna að vefsíðugerð og/eða heimildaritgerð, sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum um þrengri svið jarðfræðinnar. Nemendur vinna sjálfstætt og í hópum. Nemandinn samþættir þá þekkingu og færni, sem hann hefur aflað sér í fyrri jarðfræðiáföngum og öðrum námsgreinum, við vinnu að fjölþættum úrlausnarefnum og verk­efnum. Nemandinn velur sér verkefni í samráði við kennara. Nemendur þjálfast í að gera raunhæfar áætlanir um rannsóknaraðferðir.