Nemendur lesa a.m.k. eina íslenska skáldsögu og önnur styttri verk í tengslum við hana. Farið verður í helstu bókmenntafræðileg hugtök í og reynt að kryfja verkin til mergjar. Sérstaklega er fjallað um þau tímabil í bókmenntasögunni sem verkin til­heyra. Nemendur vinna ýmis verkefni tengd þessum verkum. Auk þess er lesið a.m.k. eitt þýtt skáldrit, skáldsaga eða leikrit. Farið er í leikhús og horft á kvikmynd og verk af þessu tagi skoðuð og skilgreind. Nemendur fá að kynnast þýddum bókmennta­verkum og fá tækifæri til að gera sér grein fyrir mikilvægi þeirra fyrir íslenska menningu.