áfanganum er farið í undirstöðuatriði í hljóðfræði, þ.e. hljóðritun og lýsingu á einstökum hljóðum. Helstu mállýskur á Íslandi eru kynntar og nokkur atriði í sögu íslensks máls frá öndverðu til okkar daga tekin fyrir. Fjallað verður um norræna goðafræði og rýnt í hugmyndafræði hins forna norræna átrúnaðar. Jafnframt verður nemendum kennt að byggja upp heimildaritgerð og í tengslum við hana verða teknir fyrir ýmsir þættir í almennri málnotkun og farið í helstu reglur um greinarmerkjasetningu.