Í áfanganum er fyrst og fremst er kennd stafsetning. Farið er yfir málfræði og hljóðbreytingar sem nauðsynlegt er að kunna skil á til þess að öðlast færni í stafsetningu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun orðabóka og annarra handbóka. Unnin eru ýmiss konar verkefni. Nemendur eru þjálfaðir í að beita stafsetningarreglum og læra að ganga frá texta til birtingar.