Í áfanganum læra nemendur um gervineglur, efnisgerð og ásetningu. Nemendur læra að setja á mismunandi gervineglur og naglaskraut. Fagbóklegt nám fer fram jafnhliða verklegu. Nemendur læra um mismunandi efni sem notuð eru í gervineglur eins og t.d. hunangs-, akrýl-, silki- og gelneglur. Þeir þekkja mismunandi ásetningu gervi­nagla eftir tegundum. Nemendur læra að nota mismunandi áhöld og tæki sem notuð eru við ásetningu gervinagla og þekki tilgang og áhrif efna sem notuð eru með gervi­nöglum.