Í áfanganum er farið í greiningu handa og nagla og dýpkuð þekking nemandans á snyrtingu handa og nagla með áherslu á húð- og naglavandamál og snyrtivörur tengdar naglavandamálum. Nemendur öðlast viðbótarþjálfun í verklegri hand­snyrtingu. Nemendur læra um greiningu handa og nagla og geta valið snyrtivörur í samræmi við hana. Nemendur þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi meðferð fyrir hendur og neglur, notkun paraffinvax og notkun þess við handsnyrtingu. Nemendur fá fræðslu um algengustu nagla- og húðsjúkdóma handa.