Í áfanganum er skilgreindur munur á mismunandi förðun eftir tilefnum. Kennd er förðun með tilliti til gleraugnanotkunar og aldurs. Lögð er áhersla á mismunandi skyggingar í kvöld-, brúðar/brúðguma- og leiðréttingarförðun og förðun í samræmi við andlitsgreiningar. Nemendur öðlast dýpri skilning á grunnförðun að viðbættum sértækari verkþáttum.