Verkefnavinna nemandans er veigamesti þátturinn í áfanganum og segja má að kunn­áttan komi fram í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu hvers verkefnis fyrir sig. Hér er um lokaáfanga að ræða og gerð er krafa um staðgóða undirstöðukunnáttu. Nemendur dýpka þekkingu sína með fræðilegri umfjöllun um hlutverk og gildi fjölmiðla í þjóðfélaginu með lestri, viðtölum og vettvangsferðum. Hver nemandi velur sér síðan eitt viðamikið umfjöllunarefni og/eða nokkur smærri verkefni sem hann vinnur undir handleiðslu kennarans. Ýmist getur verið um ein­staklings- eða hópverkefni að ræða. Æskilegt er að nemendur sérhæfi sig í þessum verk­efnum og velji eitt eða tvö eftirtalinna: dagblöð/tímarit, ljósvakamiðil, kvik­