Efni áfangans er afbrotafræði. Farið verður í sjónarhorn og viðfangsefni afbrotafræðinnar. Áhersla verður lögð á umræður um mál er tengjast fráviks- og afbrotahegðun og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrot á Íslandi verða skoðuð, meðal annars fíkniefnabrot, ofbeldisbrot, morð og glæpir án fórnarlamba. Viðbrögð samfélagsins verða skoðuð svo og formleg og óformleg refsing. Sérstök umfjöllun um raðmorðingja verður í áfanganum.