Í beinu framhaldi af námi í grunnskóla eru undirstöðuatriði enskrar málnotkunar rifjuð upp og styrkt, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið. Les­textar valdir með hliðsjón af hæfni og getu nemandans. Markvissar hlustunaræfingar og enskt talmál æft, m.a. í tengslum við lestrar- og hlustunarefni. Áhersla lögð á að byggja upp hagnýtan og virkan orðaforða. Skriflegi þátturinn þjálfaður með fjöl­breyttum æfingum í takt við þá grunnfærni og þau málnotkunaratriði sem ætlast er til að nemendur tileinki sér. Nemendum kennd undirstöðuatriði í notkun orðabóka.