Í áfanganum er lögð áhersla á að vinna áfram með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum og leggja áherslu á alla færniþættina í náminu. Áfram er unnið að því að gera málnotkun nemenda markvissari og fágaðri. Í þessum áfanga er lítillega fjallað um málsögu og uppbyggingu og þróun málsins. Auk þess er fjallað um mikilvægt tímabil í enskri bókmenntasögu með það fyrir augum að nemendur kynnist merkum bókmenntaverkum frá viðkomandi tímabili og geti tjáð sig um þau í ræðu og riti.