Í þessum áfanga verða teiknimyndasögur skoðaðar sem alvöru bókmenntir og þróun þeirra rakin með áherslu á samfélagið sem birtist í þeim og hinn afkastamikla iðnað sem teiknimyndasögurnar eru í dag. Nemendur munu ekki einungis lesa teiknimyndasögur heldur líka um þær og skrifa og tala um teiknimyndasögur. Farið verður yfir nokkrar sögur og greinar teiknimyndasögunnar. Nemendur velja sér sína eigin ofurhetju og gera samantekt um hana, byggða á teiknimyndasögunum og umfjöllun um þær. Samantektin nær yfir uppruna ofurhetjunnar, krafta, veikleika, afrek og samskipti við samfélagið ásamt þemum eins og „secret identities“ og ástarsambönd. Í lok áfangans munu nemendur svara spurningunni „Hvað er hetja?“ og skoða sjálfa sig í því samhengi.