Gert er ráð fyrir að nemendur geti unnið nokkuð sjálfstætt, hvort heldur í hópum eða að einstaklings­verkefnum. Lestur almennra og sérhæfðra texta, t.d. texta sem snerta fagsvið nemenda. Áfram­hald­andi vinna með orðabækur og önnur hjálpargögn, svo sem gagnasöfn í tölvum, á Netinu, upp­fletti­rit o.s.frv. Markvissar hlustunar- og talæfingar sem miða að því að auka tjáskiptafærni nemenda og styrkja þann grunn sem fyrir er. Byggður upp hagnýtur orðaforði sem gæti nýst nemendum í frekara námi eða starfi. Í skriflega þættinum eru unnin hagnýt verkefni sem eru fjölbreyttari og lengri en í fyrri áföngum og þar sem áhersla er lögð á skipulega framsetningu, skiptingu í efnisgreinar og markvissa málnotkun.