Þetta er heilsársáfangi; ENS1936 er kenndur á haustönn og 2936 á vorönn. Þetta nám er ætlað nemendum sem ekki hafa staðist lágmarkskröfur í ensku við lok grunnskóla og einnig nemendum af innflytjendabraut sem hafa lítinn grunn í ensku.

Markmið

  1. Að rifja upp grundvallaratriði enskrar tungu, þar með bæði málfræði og orðaforða.
  2. Að auka sjálfstraust nemenda gagnvart ensku, bæði rituðu máli og ekki síður töluðu.
  3. Að auka færni nemenda í almennum samskiptum á ensku.
  4. Lokamarkmið í ENS2936 er að nemandi verði fullfær um að stunda nám í almennum enskuáföngum skólans.

Innihald

  1. Grundvallaratriði tungumálsins, orðaforði og málfræði.
  2. Talað mál: framburður og framsögn; einnig grundvallaratriði samræðulistar.
  3. Smásögur og 2 stuttar skáldsögur á einföldu máli.
  4. Skilningur á talmáli er þjálfaður með myndefni og tónlist.