Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í lífrænni efnafræði og lífefnafræði. Sérkenni lífrænna efna eru skoðuð, fjallað er um helstu flokka þeirra og gefin innsýn í nafnakerfi og helstu efnahvörf. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Svigrúmablöndun kolefnis, helstu flokkar lífrænna efna; alkanar, alkenar, alkýnar, arómatar, alkóhól, halíð, ketón, aldehýð, karboxýlsýrur, esterar, eterar og amín. Yfirlit yfir helstu hvörf og eðliseiginleika þessara efnaflokka. IUPAC-nafnakerfið, byggingarísómerur, rúmísómerur, byggingarformúlur, mólikúlformúlur, reynsluformúlur, hendin kolefni og hendnar sameindir.