Í áfanganum er fjallað er um uppbyggingu atómsins. Lotukerfið er notað til að finna öreindafjölda atóma, rafeindaskipan og til að spá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Fjallað er um mólhugtakið og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Loks er fjallað lítillega um oxun-afoxun, sýrur og basa. Verklegar æfingar og skýrslugerð.

Dæmi um efnisatriði: Atómið og öreindir þess, jónir, heiti og formúlur efna, lotukerfið, málmar, málmleysingjar, jónunarorka, stærð atóma, efnajöfnur, stilling efnajafna, rafdrægni, sterk og veik efnatengi, skautun tengja, áhrif tengja milli efnisagna á eðliseiginleika efna, mól, mólmassi, samband mólfjölda og massa, Lewis formúlur, byggingarformúlur, sameindaformúlur, reynsluformúlur, leysni fastra efna og gass í vatni, styrkleiki lausna, mólhlutföll í efnahvörfum, oxun, afoxun, spennuröð málma, sýrur, basar og sýrustig.