Í áfanganum er m.a. farið yfir tregðukerfi, afstæðishlutfall, eigintíma, eiginlengd, tíma­lengingu, lengdarstyttingu, kyrrstöðumassa, afstæðismassa, samband massa og orku; Skammtafræði, Planck´s stuðull, ljósröfun, lausnarorka, ljóseindakenningin, de Broglie bylgjulengd, lánsorka, tvíeðli ljóss, Compton hrif, óvissulögmálið og túlkun þess, Einnig verður farið í sviðsagnir og samanburð á styrk náttúrukraftanna; atóm, línulitróf, samfellt litróf, raðarmarkgildi, fasti Rydbergs, Lyman röð, Balmer röð, Paschen röð, Bohr radíus, orkulínurit atóms, grunnástand, jónunarorku, megin­skammtatölu og aðrar skammtatölur, orkuhvel, einsetulögmál Paulis, röntgengeisla og hemlunargeislun, samfasa bylgjur, örvuð útgeislun, leysi. Bindiorku kjarna, geisla­virka sundrun, virkni, klofnunarstuðul, helmingunartíma, a og b geislun, bequerel og curie einingar, kjarnaklofnun, kjarnasamruna, keðjuverkun. Kjarnamódel, stærð atómkjarna og tengsl við seilingu sterka kjarnakraftsins. Kynning verður á jöfnu Schrödingers og beitingu hennar á frjálsa ögn í kassa, lausnir og skömmtun orkunnar. Þá verður minnst á skammtafræðilegt smug og Coulombsþröskuld, orkubrunnur, harmónískan sveifil, einfalt mætti og lausnir fyrir það. Nemendur vinna að ritgerð um valið efni úr áfanganum. Áhersla á verkefnaskil og góðan skilning á námsefninu. Tilraunir og úrvinnsla úr þeim.