Í áfanganum er unnið að því að byggja upp lesskilning og orðaforða nemenda. Nemendur eru þjálfaðir í lestri, hlustun, tali og ritun. Grundvallaratriði málfræði eru kennd, bæði með bundnum æfingum og í tengslum við lesefni sem unnið er með, og aðaláhersla lögð á beygingu sagnorða. Ein létt skáldsaga er hraðlesin og verkefni unnin í tengslum við hana.

Markmið:

Að nemandi sé fær um að lesa styttri texta um efni, sem þeir þekkja eða kannast við og geti einnig lesið létta hraðlestrarbók.

Að nemandi skilji meginatriði í samtölum eða frásögnum um kunnugleg efni og geti tjáð sig munnlega í einföldum samtölum.

Að nemandi geti skrifað stuttar frásagnir.