Í áfanganum er áhersla lögð á aukinn orðaforða og lesskilning svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Framburður og málnotkun eru þjálfuð enn frekar í tengslum við námsefnið. Gerðar eru margvíslegar æfingar sem miða að því að bæta færni nemenda á öllum sviðum. Unnið er með ýmiss konar texta og áhersla lögð á að nemendur þjálfist í mismunandi lestraraðferðum. Markvisst er unnið með hlustunar- og talæfingar í tengslum við námsefnið. Í ritunarþætti er leitast við að nemendur geti skrifað lengri texta og séu skipulegri í framsetningu en í fyrri áfanga