Í áfanganum tileinka nemendur sér nýjungar í húðhirðu og fá tækifæri til að kynnast sérmeðferðum og tækjum sem hægt er að nota við andlitsmeðhöndlun. Nemendur kynnast vöðastyrkjandi meðferð, blöndun ýmiss konar rafstraums við meðhöndlun og efni sem eru notuð við ýmiss konar sérmeðhöndlun húðar. Nemendur kynnast aðferðum við húðslípun með kristöllum og hita-gúmmi og kollagenmaska. Gerð er grein fyrir forsendum fyrir vali á sérmeðferð fyrir viðskiptavin.