Í áfanganum er leitast við að dýpka skilning á mismunandi meðferð húðar og lögð áhersla á fjölbreytta möguleika á því sviði. Nemendur kynnast ólíkum aðferðum verkþátta bæði með og án raftækja. Nemendur vinna með jurtir og ilmolíur og læra notkun þeirra í húðmeðferð. Stefnt er að því að nemendur auki hæfni sína í vali á virkri meðhöndlun og snyrtivörum. Nemendur þjálfast frekar í verklegum þáttum sem teknir voru í fyrri áföngum í andlitsmeðferð. Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða í húðmeðferð og lögð áhersla á að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð.