Í áfanganum er farið í uppbyggingu og starfsemi húðar, vöðvabyggingu höfuðs, háls og herða. Ennfremur er farið í tilgang hreinsunar, hlutverk nudds og snyrtivöru­notkunar. Gerð er grein fyrir mismunandi húðgerðum.