Í áfanganum læra nemendur að nýta sér tölvur við útreikninga, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Kennd eru grunnatriði töflureiknis og verkáætlanaforrits til að hafa yfirsýn yfir kostnaðarþætti verkefna, verkefnastýringu, gerð tímaáætlana, endurskoðun áætlana m.m. Kennd er notkun helstu eyðublaða og farið í stjórnunar- og verkferla gæðatryggingar við verklegar framkvæmdir. Farið er í gagnainnslátt í töflureiknum, breytingar á skjölum, forsnið, röðun gagna, útlitshönnun og kenndar ýmsar grunnaðgerðir eins og summa og meðaltöl, formúlugerð, beinar og afstæðar tilvísanir og tenging milli skjala. Fjallað er um áætlanagerð eins og sundurliðun verkefna, Gantt-rit, CPM-aðferðina, örva- og kassarit. Áfanginn er sniðinn að þörfum bygginga- og mannvirkjagreina og fer kennslan að mestu fram með raunhæfum verkefnum þar sem m.a. er unnið með verðskrár einstakra iðngreina