Úrslit í jólakortasamkeppni

8. desember 2025

18 tillögur bárust í jólakortasamkeppni FB

Þann 2. desember rann út skilafrestur hinnar árlegu jólakortasamkeppni FB. Alls bárust 18 tillögur að mynd á jólakortið. 


Sigurvegari er Emma Rosa Noviczski, nemandi á opinni braut. Þetta er í annað sinn sem Emma sigrar í keppninni. Í öðru sæti var Sonia Laura

Krasko, nemandi á myndlistarbraut og í þriðja sæti var Ásgerður Erla Elínborgardóttir, nemandi á fata- og textílbraut. 


Emma Rosa Noviczski mun taka við verðlaununum - að upphæð kr. 40 þúsund - við útskrift í Hörpu þann 22. desember næstkomandi. Athöfnin verður í Eldborg og hefst klukkan 14.


Dómnefnd skipuðu Harpa Dögg Kjartansdóttir myndlistarkennari, Kolbrún Sigurðardóttir fagstjóri listnáms og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari FB.


Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í keppninni. Nemendur geta sótt myndir sínar á skrifstofu skólans.