Myndlistarbraut
Námi á myndlistarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum og listgreinum með áherslu á myndlist. Meðal kennslugreina á brautinni eru sjónlistir, stafræn myndvinnsla, ljósmyndun, hugmyndavinna, tvívíð og þrívíð formfræði, módelteikning, fjarvídd, anatómía, málun, teikning, skúlptúr og listasaga. Þá veitir námið góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum þar sem gerð er krafa um góðan undirbúning í listgreinum. Stúdentspróf af myndlistarbraut er heppilegur undirbúningur fyrir nám í listgreinum í háskóla eins og myndlist, hvers konar hönnun; grafískri hönnun, fatahönnun, vöruhönnun, arkitektúr, ljósmyndun o.fl. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.
Inntökuskilyrði
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði hér.
Athugið að meðfylgjandi brautarlýsing gildir fyrir nemendur sem hófu nám haustið 2025 eða síðar. Nemendur sem hófu nám fyrir þann tíma miða við eldri brautarlýsingu.
Einingafjöldi: 200
Yfirlit brautar (pdf)
LISTNÁM
KJARNI BRAUTAR
| Myndlistarbraut, kjarni stúdentsbrauta í listnámi | Grein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Samtals einingar | ||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Danska | DANS | 2AA05 | 5 | 5 | |||||
| Enska | ENSK | 2AF05 | 2RF05 | 3RS05 | 3AL05 | 10 | 10 | 20 | |
| Félagsvísindi | FÉLV | 1JS05 | 5 | 5 | |||||
| Íslenska | ÍSLE | 2II05 | 2KK05 | 3NN05 | 3VV05 | 10 | 10 | 20 | |
| Íþróttir | ÍÞRÓ | 1AÍ02 | 1GH02 | Íþróttir 1 eining | Íþróttir 1 eining | 6 | 6 | ||
| Saga | SAGA | 2EX05 | 5 | 5 | |||||
| Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 1 | 1 | |||||
| Stærðfræði | STÆR | 2RM05 | 2FJ05/2MM05 | 2FJ05/2MM05 | 15 | 15 | |||
| Umhverfisfræði | UMHV | 1HM05 | 5 | 5 | |||||
| Umsjón nýnema | UMSJ | 1UM01 | 1UF01 | 2 | 2 | ||||
| Upplýsingatækni | UPPT | 2UT05 | 5 | 5 | |||||
| Þriðja mál: Spænska eða þýska | SPÆN/ÞÝSK | 1AA05 | 1BB05 | 1CC05 | 15 | 15 | |||
| 33 | 51 | 20 | 104 |
| Sérhæfing myndlistarbrautar | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Samtals einingar | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Listir og menning | LIME | 2ST05 | 3ME04 | 5 | 4 | 9 | ||||
| Ljósmyndun | LJÓS | 2SL05 | 3FI04 | 5 | 5 | 4 | 9 | |||
| Myndlist | MYNL | 1HU05 | 2FF03 | **3GH05 | 3PO03 | 3LM03 | 5 | 13 | 31 | 49 |
| Myndlist | MYNL | 2MT05 | 2ÞV05 | **3TB05 | 3BM05 | |||||
| Myndlist | MYNL | **3ÞM05 | 3MN05 | |||||||
| Menntamaskína - Nýsköpunarhraðall | MEMA | ++3MM05 | ||||||||
| Myndlistarsaga | MYNS | 2SU05 | 2SJ05 | 3SS04 | 5 | 10 | 4 | 14 | ||
| Sjónlistir | SJÓN | 1EU05 | 1LS05 | 10 | 10 | |||||
| Stafræn myndvinnsla | MYMV | 2ST05 | 1 | 5 | 5 | |||||
| 11 | 15 | 38 | 43 | 96 | ||||||
| 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Samtals | |||||||
| Kjarni stúdentsbrauta í listnámi | 33 | 51 | 20 | 104 | ||||||
| Sérhæfing myndlistarbrautar | 15 | 38 | 43 | 96 | ||||||
| Samtals einingar á þrepum | 48 | 89 | 63 | 200 |