Félagsvísindabraut
Námi á félagsvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið félagsvísinda. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í félags- og menntavísindum, sagnfræði, sálfræði, fjölmiðlafræði og uppeldisgreinum. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.
Inntökuskilyrði
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði hér.
Athugið að meðfylgjandi brautarlýsing gildir fyrir nemendur sem hófu nám haustið 2025 eða síðar. Nemendur sem hófu nám fyrir þann tíma miða við eldri brautarlýsingu.
Einingafjöldi: 200
Yfirlit brautar (pdf)
BÓKNÁM
KJARNI BRAUTAR
| Félagsvísindabraut, kjarni stúdentsbrauta | Grein | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Samtals einingar | ||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Danska | DANS | 2AA05 | 5 | 5 | |||||
| Enska | ENSK | 2AF05 | 2RF05 | 3RS05 | 3AL05 | 10 | 10 | 20 | |
| Félagsvísindi | FÉLV | 1JS05 | 5 | 5 | |||||
| Íslenska | ÍSLE | 2II05 | 2KK05 | 3NN05 | 3VV05 | 10 | 10 | 20 | |
| Íþróttir | ÍÞRÓ | 1AÍ02 | 1GH02 | Íþróttir 1 eining | Íþróttir 1 eining | 6 | 6 | ||
| Lokaverkefni | LOKA | 3LH03/3LR03 | 3 | 3 | |||||
| Saga | SAGA | 2EX05 | 5 | 5 | |||||
| Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 1 | 1 | |||||
| Stærðfræði | STÆR | 2RM05 | 2FJ05/2MM05 | 2CT05 | 15 | 15 | |||
| Umhverfisfræði | UMHV | 1HM05 | 5 | 5 | |||||
| Umsjón nýnema | UMSJ | 1UM01 | 1UF01 | 2 | 2 | ||||
| Upplýsingatækni | UPPT | 2UT05 | 5 | 5 | |||||
| Þriðja mál: Spænska eða þýska | SPÆN/ÞÝSK | 1AA05 | 1BB05 | 1CC05 | 15 | 15 | |||
| 33 | 51 | 23 | 107 |
| Sérhæfing félagsvísindabrautar | 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Samtals einingar | |||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Félagsfræði | FÉLA | 2KY05 | 2KR05 | 10 | 10 | ||||
| Fjölmiðlafræði, heimspeki, sálfræði | FJÖL HEIM SÁLF | FJÖL2FH05 | HEIM2HU05 | SÁLF2IS05 | 15 | 15 | |||
| Raungreinar: Eðlisfr., efnafr., jarðfr. og líffr. | EÐLI EFNA JARÐ LÍFF | JARÐ1GJ05/LÍFF1GL05 | EÐLI2EU05/EFNA2GR05/JARÐ2JM05/LÍFF2EÐ05 | 5 | 5 | 10 | |||
| Saga | SAGA | 2KÁ05 | 3ST5 | 5 | 5 | 10 | |||
| Val um fjármálafræðslu eða sköpunaráfanga | FJÁR SKÖP | FJÁR2FL05/SKÖP2SL05 | 5 | 5 | |||||
| Bundið áfangaval: Tvær greinar á 3. þrepi og tveir áfangar í hvorri grein | FÉLA FJÖL SAGA SÁLF | ___3__05 | ___3__05 | ___3__05 | ___3__05 | 20 | 20 | ||
| Val 23 einingar, passa þrepaskiptinguna | 10 | 5 | 8 | 23 | |||||
| 15 | 45 | 33 | 93 | ||||||
| 1. þrep | 2. þrep | 3. þrep | Samtals | ||||||
| Kjarni stúdentsbrauta | 33 | 51 | 23 | 107 | |||||
| Sérhæfing félagsvísindabrautar | 15 | 45 | 33 | 93 | |||||
| Samtals einingar á þrepum | 48 | 96 | 56 | 200 |