BÓKNÁM

opin braut

Sækja um

Opin braut

Á opinni braut til stúdentsprófs setur nemandi sjálfur saman stúdentspróf sitt eftir sínu áhugasviði og velur hvaða leið hann vill fara. Nemandi tekur skólakjarna sem telur 123 einingar og velur til viðbótar 77 einingar. Á opinni stúdentsbraut er áhersla lögð á að nemandi velji sér áfanga eftir eigin áhugasviði. Námsbrautin er ekki hugsuð sem lykill að fyrirfram ákveðnum greinum á háskólastigi heldur setur nemandinn það saman á þann hátt að það samræmist áformum hans um áframhaldandi nám. Mikilvægt er því að nemandinn hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig nám og störf hann hyggur á í framhaldinu þegar hann velur sér áfanga. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa eða aðra fagaðila.


Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði hér.


Athugið að meðfylgjandi brautarlýsing gildir fyrir nemendur sem hófu nám haustið 2025 eða síðar. Nemendur sem hófu nám fyrir þann tíma miða við eldri brautarlýsingu.


Einingafjöldi: 200

Nánari lýsing brautar.

Yfirlit brautar (pdf)

KJARNI BRAUTAR

Opin braut, kjarni stúdentsbrauta Grein 1. þrep 2. þrep 3. þrep Samtals einingar
Danska DANS 2AA05 5 5
Enska ENSK 2AF05 2RF05 3RS05 3AL05 10 10 20
Félagsvísindi FÉLV 1JS05 5 5
Íslenska ÍSLE 2II05 2KK05 3NN05 3VV05 10 10 20
Íþróttir ÍÞRÓ 1AÍ02 1GH02 Íþróttir 1 eining Íþróttir 1 eining 6 6
Lokaverkefni, velja annan hvorn áfangann LOKA 3LH03/3LR03 3 3
Saga SAGA 2EX05 5 5
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 1 1
Stærðfræði STÆR 2RM05 2FJ05/2MM05 2CT05 15 15
Umhverfisfræði UMHV 1HM05 5 5
Umsjón nýnema UMSJ 1UM01 1UF01 2 2
Upplýsingatækni UPPT 2UT05 5 5
Þriðja mál: Spænska eða þýska SPÆN/ÞÝSK 1AA05 1BB05 1CC05 15 15
33 51 23 107
Sérhæfing opinnar brautar 1. þrep 2. þrep 3. þrep Samtals einingar
Félagsfræði FÉLA 2KY05 5 5
Raungreinar: Eðlisfr., efnafr., jarðfr. og líffr. EÐLI/EFNA/JARÐ/LÍFF JARÐ1GJ05/LÍFF1GL05 EÐLI2EU05/EFNA2GR05/JARÐ2JM05/LÍFF2EÐ05 5 5 10
Saga SAGA 2KÁ05 5 5
Val um fjármálafræðslu eða sköpunaráfanga FJÁR/SKÖP FJÁR2FL05/SKÖP2SL05 5 5
Val 68 einingar, passa þrepaskiptingu og fá aðstoð við skipulagninu námsins 26 27 15 68
31 47 15 93
1. þrep 2. þrep 3. þrep Samtals
Kjarni stúdentsbrauta 33 51 23 107
Sérhæfing opinnar brautar 31 47 15 93
Samtals einingar á þrepum 64 98 38 200