Útskriftarhátíð FB

22. desember 2025

143 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn

Í dag útskrifuðust 143 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Eldborg Hörpu, þar af útskrifuðust 18 með tvö skírteini. 43 nemendur luku prófi af húsasmiðabraut, 21 af rafvirkjabraut, 36 sjúkraliðar útskrifuðust og 8 snyrtifræðingar. Nemendur sem luku stúdentsprófi voru 53.

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Víðir Stefánsson aðstoðarskólameistari flutti yfirlitsávarp. Þau Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir og Tristan Þór Traustason  fluttu ræður útskrifaðra, Lovísa Margrét söng jafnframt við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar en auk hans lék Elvar Bragi Kristjónsson á trompet við athöfnina.


Hauki Pétri Benediktssyni stærðfræðikennara var þakkað fyrir vel unnin störf en hann lætur nú af störfum sökum aldurs. Fríða Rós Ásgeirsdóttir var dúx skólans með einkunnina 8,99 og hún hlaut einnig viðurkenningu frá Soroptomistaklúbbi Hóla og Fella sem og viðurkenningu fyrir góðan árangur í námi á sjúkraliðabraut. Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir hlaut viðurkenningu frá Rótaryklúbbi Breiðholts auk viðurkenningar frá skólanum fyrir framlag til skólasamfélagsins. Fleiri nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur sem má lesa um hér að neðan.


Feiri myndir birtast á næstu dögum á heimasíðu skólans.


Innilega til hamingju með áfangann öll sem eitt!

 

Verðlaun í einstökum greinum voru sem hér segir:

 

Danska: Ingólfur Breki Arnaldsson, rafvirkjabraut og Stúdentspróf að loknu starfsnámi 

Enska: Christelle Guðrún Skúladóttir, opin braut

Íslenskuverðlaun Kristínar Arnalds: Christelle Guðrún Skúladóttir, opin braut

Lokaritgerð til stúdentsprófs: Christelle Guðrún Skúladóttir, opin braut

Íþróttagreinar: Gísli Alexander Ágústsson, íþróttabraut

Myndlistargreinar: Kristjana Íva Gautadóttir, myndlistarbraut

Myndlistargreinar: Lilja Benediktsdóttir, myndlistarbraut

Spænska: Adam Gapinski, tölvubraut

Tölvugreinar: Adam Gapinski, tölvubraut

Stærðfræði: Salim H. S. Albayyouk, opin braut

Húsasmiðabraut: Dóra Ingibjörg Magnúsdóttir , húsasmiðabraut

Rafvirkjabraut: Birkir Snær Árnason, rafvirkjabraut

Sjúkraliðabraut: Fríða Rós Ásgeirsdóttir, sjúkraliðabraut

Snyrtibraut: Urður Mist Þórhildardóttir, snyrtibraut


Stúdentspróf - Verðlaun fyrir bestan árangur: Fríða Rós Ásgeirsdóttir, Sjúkraliðabraut og Stúdentsbraut að loknu starfsnámi. Einkunn á stúdentsprófi: 8,99.


Frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella: Fríða Rós Ásgeirsdóttir, Sjúkraliðabraut og Stúdentsbraut að loknu

 

Frá Rótaryklúbbi Breiðholts: Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir, Myndlistarbraut 


Þakkir frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fyrir lofsvert framlag til skólasamfélagsins á árabilinu 2022 til 2025: Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir, Myndlistarbraut 



Jólakortasamkeppni FB 2025: Emma Rose Noviczski


10. desember 2025
Skrifstofan verður opin sem hér segir
8. desember 2025
18 tillögur bárust í jólakortasamkeppni FB
Fleiri færslur