Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í rafvirkjun

3. nóvember 2025

Skráning á undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í rafvirkjun er hafin

Undirbúningsnámskeið verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, fyrir sveinspróf í rafvirkjun sem haldið verður í febrúar. Námskeiðið verður haldið dagana 13.–31. janúar og verður kennt á kvöldin (kl. 18:00-22:00) ásamt laugardögum (kl. 8:00-12:00). Námskeiðsgjald er kr. 60.000.- en þeir sem eru að undirbúa endurtekt á prófi greiða hálft gjald. Nánari dagskrá verður send út seinna.


Skráning á námskeiðið.


28. október 2025
Kennsla fellur niður vegna veðurs
22. október 2025
Nemandi úr FB komst áfram í næstu umferð
Fleiri færslur