Stuttmyndakeppni

2. september 2025

Stuttmyndakeppni í tilefni 50 ára afmælis FB: Okkar skóli  - okkar sögur

Markmið

Nemendur búa til stutta kvikmynd sem fangar einhvern þátt úr lífi skólans - hvort sem það er daglegt líf, sérstök augnablik, fólkið, rýmin, andi staðarins eða hlutar úr sögu skólans.


Reglur og rammi

  • Lengd: 3-7 mínútur
  • Efni: Allt efni þarf að tengjast skólanum á einhvern hátt
  • Þátttakendur: Einstaklingar eða hópar (allt að 4 nemendur)
  • Tæknibúnaður: Frjálst val - síminn dugar vel!
  • Matsþættir: T.d. frumleiki, tæknileg framsetning, efnistök.

 

Hugmyndir að efnistökum

  • Dagur í lífi nemanda frá morgni til kvölds
  • Ferð um skólann með augum nýnema
  • Það sem gerist í matarpásu, frímínútum eða eftir skóla
  • Sérstök svæði skólans (bókasafn, íþróttasalur, verkstæði)
  • Skólahefðir eða viðburðir
  • 'Hulinn' hluti skólans sem fáir þekkja
  • Tónlist eða önnur list í skólanum
  • Viðtöl við fólk um það hvaða þýðingu skólinn hefur í þeirra lífi
  • Spaugilegt eða dramatískt sjónarhorn á skólalífið

 

Dómnefnd: Kennarar og nemendur

 

1. verðlaun: 80.000.- (fyrir hópinn)

 Allir þátttakendur fá bíómiða (einungis fyrir myndir sem uppfylla lágmarksskilyrði).

 

Skilafrestur 29. september

Úrslit tilkynnt miðvikudaginn 1. október.

Myndum skal skilað á netfangið: sgs@fb.is

Munið: Þetta á að vera skemmtilegt! Notið ímyndunaraflið og sýnið okkur skólann eins og þið sjáið hann.


27. ágúst 2025
Fyrrum FB-ingar hljóta styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ 
8. ágúst 2025
Fimmtudaginn 14. ágúst
Fleiri færslur