Stuttmyndakeppni

2. september 2025

Stuttmyndakeppni í tilefni 50 ára afmælis FB: Okkar skóli  - okkar sögur

Markmið

Nemendur búa til stutta kvikmynd sem fangar einhvern þátt úr lífi skólans - hvort sem það er daglegt líf, sérstök augnablik, fólkið, rýmin, andi staðarins eða hlutar úr sögu skólans.


Reglur og rammi

  • Lengd: 3-7 mínútur
  • Efni: Allt efni þarf að tengjast skólanum á einhvern hátt
  • Þátttakendur: Einstaklingar eða hópar (allt að 4 nemendur)
  • Tæknibúnaður: Frjálst val - síminn dugar vel!
  • Matsþættir: T.d. frumleiki, tæknileg framsetning, efnistök.

 

Hugmyndir að efnistökum

  • Dagur í lífi nemanda frá morgni til kvölds
  • Ferð um skólann með augum nýnema
  • Það sem gerist í matarpásu, frímínútum eða eftir skóla
  • Sérstök svæði skólans (bókasafn, íþróttasalur, verkstæði)
  • Skólahefðir eða viðburðir
  • 'Hulinn' hluti skólans sem fáir þekkja
  • Tónlist eða önnur list í skólanum
  • Viðtöl við fólk um það hvaða þýðingu skólinn hefur í þeirra lífi
  • Spaugilegt eða dramatískt sjónarhorn á skólalífið

 

Dómnefnd: Starfsfólk og nemendur

 

1. verðlaun: 80.000.- (fyrir hópinn)

 Allir þátttakendur fá bíómiða (einungis fyrir myndir sem uppfylla lágmarksskilyrði).

 

Skilafrestur 29. september

Úrslit tilkynnt miðvikudaginn 1. október.

Myndum skal skilað á netfangið: sgs@fb.is

Munið: Þetta á að vera skemmtilegt! Notið ímyndunaraflið og sýnið okkur skólann eins og þið sjáið hann.


20. janúar 2026
Innritun fyrir haust 2026
13. janúar 2026
Keppnin fer fram 29. janúar n.k.
Fleiri færslur