Fyrrum nemendur FB hljóta styrk

Fyrrum FB-ingar hljóta styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ
Þrír fyrrverandi nemendur úr FB hlutu nýverið styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þetta eru þau Theódór Helgi Kristinsson, Rawaa M S Albayyouk og Kristinn Rúnar Þórarinsson. Styrkirnir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum. Theódór Helgi stundar nú nám í tölvunarfræði, Rawaa í tannsmíði og Kristinn Rúnar í jarðeðlisfræði. Við óskum þeim innilega til hamingju!