Nýbyggingar rísa við Hraunberg

25. nóvember 2025

Framkvæmdir við nýja smiðju ganga vel

Framkvæmdir vegna stækkunar verknámsaðstöðu við FB ganga vel. Í byggingu eru tvö ný smiðjuhús auk þess sem skipt var um þak, glugga og hurðir í gömlu smiðjunni. Búið er að loka öðru af nýju húsunum og er grindin af því seinna langt komin. Með nýbyggingunum mun verknámsaðstaða við FB meira en tvöfaldast en þar verður aðstaða fyrir húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar og er áætlað að hefja þar kennslu í janúar 2027.

7. janúar 2026
Nordic-Eco-Stitches
23. desember 2025
Kennsla hefst 6. janúar
Fleiri færslur