Roðagyllum heiminn

FB styður átak Soroptomista gegn ofbeldi
Þessa dagana, frá 25. nóvember til 10. desember, er skólinn lýstur upp í bleikum, appelsínugulum tónum. Þetta er liður í átaki sem kallast „Roðagyllum heiminn“ sem er átak helgað baráttu gegn ofbeldi gagnvart stúlkum, konum og kvár. Soroptimistar á Íslandi standa að átakinu ásamt fleiri kvennahreyfingum. Dropinn meitlar steininn en þetta er einn hlekkur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Að þessu sinni er sjónum beint að stafrænu ofbeldi gegn stúlkum, konum og kvár. Skammdegið er tími til að staldra við, horfa til baka og íhuga hvernig við getum styrkt nærsamfélagið og heiminn allan. Það er einnig tími til að spyrja okkur hvernig við getum lagt okkar af mörkum til að skapa betri framtíð.

