Fjölbraut í 50 ár – Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975-2025

Bókin um sögu FB
Saga FB kom út í október sl. í tilefni af 50 ára afmæli skólans. Bókin fæst í verslunum Iðnú og Eymundsson.
Aftan á bókinni segir:
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) var fyrsti fjölbrautaskóli landsins og markaði tómamót í íslenskri skóla- og menntasögu. Á ýmsu gekk fyrstu árin, þau einkenndust af miklum metnaði, fögrum fyrirheitum og stórum draumum en jafnframt margvíslegum erfiðleikum og átökum.
Í bókinni er viðburðarík saga FB í hálfa öld rakin í lifandi frásögn og sjónum beint að námi og kennslu, stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki, en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem alla tíð hefur sett mark sitt á skólabraginn.
Andri Þorvarðarson hefur starfað sem sögukennari við FB síðan 2015. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði árið 2012 og MA-gráðu í sögukennslu árið 2014 frá Háskóla Íslands.

