Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

22. október 2025

Nemandi úr FB komst áfram í næstu umferð

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna var haldin þann 30. september síðastliðinn í FB og öðrum framhaldsskólum landsins. Alls tóku um 200 nemendur þátt og þar af þrír í FB. Nemendur FB stóðu sig með prýði og einn lenti í 14.-15. sæti á neðra stigi. Það var Raphael Bonizec og er hann þar með kominn áfram í seinni hluta keppninnar um að komast í Ólympíulið Íslands í stærðfræði. Verður gaman að fylgjast með hvernig honum gengur í framhaldskeppninni sem er í febrúar. Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.


FB styður nemendur markvisst til þátttöku í stærðfræðikeppninni og allir nemendur fengu gjafapoka og frí í tíma til að taka þátt. Einnig er boðið upp á valáfanga á vorönn 2026 í stærðfræði þar sem markmiðið er að aðstoða nemendur við undirbúning fyrir keppnina. Vonandi verða enn fleiri þátttakendur á næsta ári. 

15. október 2025
Nýr tölfræðivefur
10. október 2025
Ráðstefnuröð í tilefni af 50 ára afmæli FB
Fleiri færslur