Nemendur FB fá styrk úr loftslagssjóði

30. september 2024

Nemendur FB fá styrk úr loftslagssjóði

Nemendur í hönnun, nýsköpun og frumkvöðlafræði hjá Soffíu Margréti Magnúsdóttur fengu í dag afhendan styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Höfða. Markmið verkefnisins er að vekja ungt fólk til vitundar um textílsóun á útihátíðum og benda á hringrásarhugsun með því að sýna fram á nýsköpun úr notuðum tjöldum. Verkefnið fær einnig styrk frá Sorpu sem útvegar notuð tjöld og afrakstur þess verður til sýnis á samsýningu framhaldsskólanna í Ráðhúsinu í lok nóvember. Þau Helen Giang, Hilmir Steinn og Nehimiya veittu styrknum viðtöku fyrir hönd hópsins. Til hamingju öll!

10. desember 2025
Skrifstofan verður opin sem hér segir
8. desember 2025
18 tillögur bárust í jólakortasamkeppni FB
Fleiri færslur